*

fimmtudagur, 18. apríl 2019
Innlent 9. september 2018 14:05

Hagnaðarfall vegna gengisþróunar

Gengishagnaður Skinneyjar-Þinganess féll um 90% í fyrra. Hagnaður félagsins fór því úr 2,5 milljörðum í 1,15.

Ritstjórn
Verksmiðja Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Skinneyjar-Þinganess nam 1,15 milljörðum króna á síðasta rekstrarári, tæplega helmingi minna en á fyrra ári þegar hann var 2,5 milljarðar. Rekstrartekjur námu tæpum 9,3 milljörðum og voru svo til óbreyttar frá fyrra ári.

Framleiðslukostnaður nam tæpum 6,5 milljörðum og lækkaði um 5%. Gengishagnaður féll um 90% og nam 207 milljónum, en var tæpur 2,1 milljarður króna í fyrra. Eignir námu 34,3 milljörðum og jukust lítillega milli ára, skuldir námu 20,1 milljarði og eigið fé nam 14,2 milljörðum og jókst um 350 milljónir milli ára.

Ársverk voru 304 og fækkaði um 2 milli ára, og greidd laun voru 3 milljarðar og lækkuðu um 4%. Samkvæmt skýrslu stjórnar liggur ekki fyrir tillaga um arðgreiðslur, en óráðstafað eigið fé félagsins var í árslok 2017 13,2 milljarðar.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim