Hagnaður rekstrarfélags tíu ellefu ehf (10-11) var 72 milljónir króna á síðasta rekstrarári sem lauk í lok febrúar 2015. Hagnaður árið áður var 7,6 milljónir og hefur hagnaður félagsins því rúmlega nífaldast milli ára.

Vörusala félagsins var 5.248 milljónir og jókst um 22% milli ára. EBITDA hagnaður nam 186 milljónum og jókst um 100 milljónir milli ára. Eignir félagsins í lok árs námu 1.316 milljónum króna og eigið fé var 390.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri 10-11, segir mikla félagið búið að vera í mikilli uppbyggingu. „Við hófum samstarf við Skeljung með yfirtöku ellefu verslana, áhrif samstarfsins hafa verið félaginu góð en þau koma aðeins að hluta til fram í reikningi síðasta árs þar sem yfirtakan fór fram á haustmánuðum 2014“

Félagið á einnig einkaleyfi fyrir Dunkin´ Donuts á Íslandi en fyrsta kaffihúsið var opnað í byrjun ágúst. „Viðtökurnar hafa verið frábærar en unnið er að opnun staðar númer tvö í Kringlunni síðar í þessum mánuði. Í  september síðastliðnum opnuðum við svo tvær verslanir undir nafninu Háskólabúðin og síðan var verslunin Inspired By Iceland opnuð í Bankastræti nú í október, en hún var áður starfrækt á Keflavíkurflugvelli.  Það er því búið að vera nóg að gera hjá okkur“