*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 28. ágúst 2017 12:18

Hagnaður Advania þrefaldast

Heildartekjur Advania á Íslandi námu 6.078 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs og hækkuðu um 5,3% milli ára.

Ritstjórn
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Advania á Íslandi nam 173 milljónum króna á fyrri helmingi þessa árs og ríflega þrefaldaðist frá sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Advania.

Heildartekjur Advania námu 6.078 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs og hækkuðu um 5,3% milli ára. EBITDA nam 527 milljónum króna og jókst um 45% frá sama tímabili í fyrra. Þá hækkaði EBITDA hlutfallið úr 6,3% í fyrra í 8,7% nú. 

Í tilkynningunni segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi:

„Rekstur félagsins gekk mjög vel á fyrri hluta ársins og allar helstu kennitölur eru sterkar. Tekjuvöxturinn er sérstaklega ánægjulegur, ekki síst í ljósi þess að hluti teknanna er í erlendri mynt og gengisþróun á tímabilinu var óhagstæð. Eftirspurn eftir okkar þjónustu hefur aukist mikið og við sjáum fram á áframhaldandi vöxt, enda horfa öll stærri fyrirtæki til upplýsingatækninnar í auknum mæli til að efla sinn rekstur, auka skilvirkni og styrkja sig á samkeppnismarkaði. Í því felast mikil tækifæri fyrir okkur." 

Advania er leiðandi fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og veitir viðskiptavinum alhliða þjónustu og ráðgjöf. Starfsmenn Advania á Íslandi eru 600 talsins. Fyrirtækið varð til með sameiningu nokkurra af öflugustu upplýsingatæknifyrirtækjum landsins árið 2012. Félagið er hluti af Advania samstæðunni, sem er orðin eitt stærsta félag sinnar tegundar á Norðurlöndum með starfsemi á yfir 20 stöðum.“ 

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim