*

mánudagur, 22. apríl 2019
Innlent 15. mars 2016 08:05

Hagnaður af rekstri FSÍ nam 595 milljónum

Framtaksssjóður Íslands greiddi 2,1 milljarða til eigenda sjóðsins á síðasta ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Framtakssjóður Íslands greiddi 2,1 milljarð til eigenda sjóðsins á síðasta ári vegna sölu eignarhluta. Árið var sjötta starfsár sjóðsins og alls hafa 33,8 milljarðar verið greiddir til eigenda á þeim tíma. Hagnaður af rekstri síðasta árs nam 595 milljónum króna.

Áætlað gangvirði eigna sjóðsins var metið á a.m.k. 36,6 milljarða króna í árslok 2015. Eignarhlutirnir eru færðir á kostnaðarverði en bókfært verð eignanna er 20,4 milljarðar króna. Sjóðurinn seldi 32% hlut í Advania á árinu, en það var sjötta eign FSÍ sem hann selur og innleysir hagnað af.

Erlendar eignir til eigenda

Söluandvirði tveggja eigna sjóðsins er í tveimur félögum, annars vegar IEI slhf. sem hefur að geyma hluta söluandvirðis eigna Icelandic í USA og hins vegar IEI II sem hefur að geyma m.a. söluandvirði eigna Promens.Undirliggjandi eignir þessara tveggja félaga eru vel dreifðir alþjóðlegir hlutabréfasjóðir sem herma alþjóðavísitölur hlutabréfa.

Seðlabanki Íslands hefur veitt heimild til þess að undirliggjandi eignum IEI slhf. verði dreift beint til eigenda. Miðað við eignastöðu IEI slhf. um áramót mun FSÍ því færa til eigenda erlendar eignir sem eru að andvirði 12.6 milljarðar íslenskra króna. Eigendur IEI eru sextán lífeyrissjóðir, Landsbankinn og VÍS.

Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands:

„Starfsemi FSÍ gekk vel á árinu. Aðkoma sjóðsins sem virkur eigandi í fyrirtækjum hefur skilað eigendum hans verulegri arðsemi. Starfsemin einkenndist af því að eignum í eignasafni fer fækkandi og þar með umsvif sjóðsins. Heimild hefur fengist til að afhenda eigendum undirliggjandi eignir IEI slhf.. Með því mun sjóðurinn skila erlendum eignum beint til eigenda sinna og hefur því ekki aðeins náð hagnaði á fjárfestingar sínar, heldur einnig stuðlað að meiri áhættudreifingu í eignasafni eigendanna.“

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim