Arctica Finance hagnaðist um 212 milljónir króna á síðasta ári sem er tæplega 60% samdráttur hagnaðar frá árinu 2016 að því er Fréttablaðið hefur upp úr ársreikningi félagsins. Drógust þóknanatekjur félagsins saman um 380 milljónir eða 31%, eða þar um bil á milli ára, og num þær 844 milljónum árið 2017.

Rekstrarkostnaðurinn jókst á sama tíma um 10% og nam hann 600 milljónum króna. Eigið fé Arctica Finance var 845 milljónir í árslok 2017 og eiginfjárhlutfallið nam 49%.

Eins og Viðskiptablaðið sagði frá í október á síðasta ári sektaði Fjármálaeftirlitið félagið um 72 milljónir króna vegna kaupaukakerfis félagsins, og þurfti félagið að láta af því að greiða arð til hluthafa í B-,C- og D- flokki.

Bjarni Þórður Bjarnason aðstoðarframkvæmdastjóri er eigandi rétt rúmlega helmings af A-hlutabréfum félagsins, eða 50,25%. Stefán Þór Bjarnason framkvæmdastjóri er svo með 33,5%.