*

þriðjudagur, 22. janúar 2019
Innlent 13. júní 2018 09:29

Hagnaður B5 dregst saman

Eigendur B5 greiddu sér út 50 milljóna króna arð á árinu 2017.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Einn vinsælasti skemmtistaður landsins, B5 hagnaðist um 33 milljónir króna eftir skatta á árinu 2017 samanborið við 44 milljóna króna hagnað árið áður samkvæmt ársreikningi félagsins. Rekstrartekjur námu 266 m.kr. og lækkuðu um 7 m.kr. milli ára.

Eignir félagsins námu um 66 milljónum króna í lok árs og stóðu nánast í stað á milli ára. Skuldir námu 20 m.kr og var eiginfjárhlutfall 69,7%. Handbært fé í árslok nam 6,7 m.kr. í lok árs og jókst um 4,6 m.kr. milli ára. Þá greiddu eigendur félagsins sér út 50 m.kr. arð út á árinu.