BlackRock, stærsta eignastýringarfyrirtæki í heimi, tilkynnti meiri hagnað en búist hafi verið við í dag. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters .

Hagnaður fyrirtækisins nam um 1,07 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi og jókst um rúmlega 25 prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra þegar hagnaður nam 854 milljónum. Hagnðaur á hlut var 6,66 dollara en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir að hagnaður myndi nema 6,55 dollurum á hlut.

Mikill samdráttur var í eftirspurn eftir vinsælustu vöru fyrirtækisins sem er kauphallasjóður (ETF) en þrátt fyrir þann samdrátt og erfiðar markaðsaðstæður gekk fyrirtækinu vel.

Þá jukust rekstartekjur BlackRock um 16,4 prósent upp í 1,4 milljarða króna.

„Þrátt fyrir að niðursveifla hafi átt sér stað í greininni og óvissa með núverandi markaðsaðstæður sé mikil þá hafa langtímalausnir okkar aldrei verið betri og öflugri," segir Larry Fink, forstjóri BlackRock í tilkynningu.