*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 9. mars 2016 11:19

Hagnaður Brimborgar jókst um 425%

Á milli ára jókst hagnaður Brimborgar um 264 milljónir, en árið 2014 nam hann 62 milljónum króna.

Karl Ó. Hallbjörnsson
vb.is

Bílasalan Brimborg hagnaðist um 326,7 milljónir á árinu 2015. Það er aukning um 264 milljónir milli ára, en árið 2014 nam hagnaðurinn 62,1 milljón króna. Hagnaðaraukning fyrirtækisins nam því um 425% milli ára. Handbært fé Brimborgar nam 257 milljónum í lok árs, en jókst þá um 235 milljónir milli ára.

Tekjur ársins námu 13 milljörðum króna, meðan rekstrarkostnaður var tæpir 11 milljarðar króna. EBITDA félagsins var þá 1,09 milljarður króna, en aukning EBIDTA milli ára nam 58%. Afskriftir og fjármagnsgjöld námu 730 milljónum og tekjuskattur var þá 82 milljónir króna.

Eignir félagsins eru samtals 6,8 milljarðar króna. Þar af er eigið fé einn milljarður króna og skuldir félagsins 5,8 milljarðar króna. Það gefur eiginfjárhlutfall upp á 14,6%. Skuldir félagsins jukust um milljarð milli ára meðan eigið fé hækkaði um rúmar 330 milljónir.

Brimborg seldi alls 1.936 nýja bíla. Það er 51% söluaukning frá árinu á undan. Þá er Ford stærsta merki Brimborgar. Í ársreikningi segir að arður verði ekki greiddur út fyrir árið heldur verði hagnaðurinn fluttur til næsta árs. Hluthafar í félaginu eru sex talsins, en þar af er Jóhann J. Jóhannsson með stærstan hlut eða 33% og forstjóri fyrirtækisins Egill Jóhannsson með 27%.

Stikkorð: Bílar Brimborg Bílasala Hagnaður
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim