*

fimmtudagur, 21. febrúar 2019
Innlent 15. apríl 2014 14:13

Hagnaður Coke dróst saman á fyrsta fjórðungi

Niðurstaða rekstrar Coca Cola Co var betri en menn þorðu að vona.

Ritstjórn

Samdráttur í sölu á gosdrykkjum og gengisþróun varð til þess að hagnaður Coca-Cola Co dróst saman á fyrsta fjórðungi. Þrátt fyrir það jókst sala í nýmarkaðsríkjum og sala á goslausum drykkjum jókst. Sala í Kína jókst um 12%, sala á Indlandi og í Rússlandi jókst um 6% og sala í Brasilíu jókst um 4%.

Hagnaður á fyrsta fjórðungi lækkuðu í 1,62 milljarða dala frá 1,75 milljörðum á sama tíma ári fyrr. Þetta skýrist að nokkru leyti af þeim ástæðum að margir gjaldmiðlar veiktust gagnvart dollaranum. Mest af tekjum Coke koma annarstaðar að en úr Bandaríkjunum. Tekjur lækkuðu um 4%, fóru í 10,58 milljarða dala úr 11,04 milljörðum. 

Þessar rekstrarniðurstöður eru þó skárri en fjárfestar höfðu búist við og því hækkaði gengi bréfa í Coke lítillega í viðskiptum í morgun. 

Stikkorð: Coca cola