Hagnaður ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte nam rúmlega 334 milljónum króna á síðasta rekstrarári sem lauk þann 31. maí. Hagnaðurinn eykst um 3,5% milli ára úr 322,8 milljónum.

Stjórn félagsins leggur til að greiddar verði allt að 334 milljónir í arð til hluthafa, eða sem nemur öllum hagnaðinum. Deloitte er í eigu D&T sf. sem er í eigu 38 einstaklinga, en þar af eru 33 endurskoðendur.

Rekstrartekjur námu 3.521 milljónum og rekstrarhagnaður 428,3 milljónum. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir félagsins 1.739 milljónum, bókfært eigið fé 579,9 millj- ónum og er eiginfjárhlutfall félagsins 33,3%. Handbært fé frá rekstri nam 474,8 miljónum og hækkaði handbært fé um rúmlega 148 milljónir