*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 22. ágúst 2016 13:49

Hagnaður EFLU eykst

EFLA hagnaðist um tæpar 263 milljónir króna á árinu 2015.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Verkfræði- og ráðgjafafyrirtækið EFLA hagnaðist um tæpar 263 milljónir króna á árinu 2015. Hagnaðurinn var því hærri en árið 2014 þegar hann nam rúmlega 242 milljónum króna.

Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning EFLU og dótturfélaga.

Rektrartekjur EFLU hækkuðu einnig milli ára, en árið 2015 námu rekstrarhagnaður án afskrifta (EBITA) hjá EFLU tæplega 387 milljónum en aðeins um 363 milljónir árið 2014.

Eigið fé í lok árs var um 1.21 milljarður króna - sem er hækkun frá lok árs 2014, þar sem að eigið fé nam um 1.81 milljarð króna.

Handbært fé samstæðufélagsins í lok árs 2015 nam rúmlega 645 milljónum króna.

Enginn af hluthöfum í móðurfélaginu á yfir 10% nafnvirði hlutafjár, en hluthafar í lok árs voru alls 100. Greiddur var út 220 milljón króna arður til hluthafa móðurfélagsins. Fjórir stærstu hluthafar Eflu eru: Arinbjörn Friðriksson (4,13%), Jón Viðar Guðjónsson (4,13%), Hafsteinn Helgason (3,19) og Egill Þorsteins (2,96%).

Stikkorð: EFLA ársreikningur gróði
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim