Fasteignafélagið Eik hagnaðist um 743 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs samanborið við 804 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Rekstrartekjur félagsins á fjórðungnum námu rétt rúmum 2 milljörðum króna en þar af voru leigutekjurnar 1,7 milljarðar. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir námu rétt tæpum 1,4 milljörðum króna á fjórðungnum. Heildarhagnaður fyrstu níu mánuði ársins nam rétt um 1,7 milljörðum króna en rekstrartekjur tímabilsins námu rétt rúmum 6 milljörðum króna. Garðar Hannes Friðjónsson er forstjóri Eikar.