*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 21. nóvember 2017 18:38

Hagnaður Eimskips dregst saman

EBIDTA framlegð hækkar um 8,6% á sama tíma og hagnaður dregst saman um 5,8%.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Eimskipafélag Íslands hefur skilað uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung en hagnaður dregst saman milli ára á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi 2017 var 8,8 milljónir evra, andvirði 1.074 milljón króna, samanborið við 9,4 milljónir evra í fyrra, andvirðis um 1.147 milljóna króna miðað við gengið í dag. Samdráttur í hagnaði nemur því um 5,8%.

Á sama tíma er EBIDTA framlegð félagsins þó að aukast og hækkar um 1,5 milljón evra á milli ára fyrir tímabilið sem er 8,6% hækkun EBIDTU. Rekstrartekjur jukust um 32% en rekstrargjöld hækkuðu um 35,6%. Fjármagnsgjöld hækka um 1,2 milljón evra, en afskriftir aukast einnig um 0,6 milljónir evra. Í tilkynningu kemur fram að mest áhrif til lækkunar hagnaðar hafi verið neikvæð breyting á gengismun á milli ára að fjárhæð 1 milljón evra.

Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur hagnaður Eimskips dregist saman um liðlega 6 milljónir evra, jafnvirðis 732 milljóna íslenskra miðað við gengið í dag. EBIDTA Framlegðin hefur þó aukist um 4,0% á fyrstu níu mánuðum ársins.

Þá lækkaði handbært fé Eimskips um 11,7 milljónir evra en handbært fæ í lok tímabils stendur því í 24,5 milljónum evra við lok þriðja ársfjórðungs. Eiginfjárhlutfall félagsins var 54,5% og nettóskuldir námu 88,4 milljónum evra í lok september