Olíurisinn BP hagnaðist um 1,4 milljarða dollara eða því sem nemur 149 milljörðum íslenskra króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en hagnaður jókst talsvert milli ára. Árið 2016 hagnaðist BP um 485 milljónir dollara á sama tímabili. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið.

Olíuverð hefur hækkað um 35% frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 og hafði hærra olíuverð talsverð áhrif á afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi. Forstjóri BP, Bob Dudley, sagði við tilefnið: „Árið byrjaði vel hjá okkur.“