Bílaframleiðandinn Ford hefur tilkynnt um lægri hagnað en von var á fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2014 eftir að færri bílar seldust í Norður Ameríku og hagnaður dróst saman í Evrópu og Suður Ameríku.

Hagnaður fyrirtækisins fyrir fyrsta ársfjórðung hækkaði frá 24 milljónum dollara og nam 1,4 milljarði dollara, hins vegar lækkuðu tekjur um tvo milljarða dollara og námu 33,9 milljörðum dollara.

Ford, sem er næst stærsti bílaframleiðandi Bandaríkjanna seldi 1,57 milljónir bíla á tímabilinu, 21.000 færri bíla en árið á undan. Sala dróst saman um 39.000 bíla í samanburði við sama tímabil í fyrra í Norður Ameríku. Talsmenn Ford segjast hins vegar eiga von á sterku ári í Norður Ameríku þrátt fyrir að tekjur hafi dregist saman. Fyrirtækið hefur ekki breytt tekjuáætlun sinni fyrir árið sem er milli 8,5 og 9,5 milljarða dollara í tekjur fyrir skatt.

Tekjur í Suður Ameríku drógust saman um 20% og nam tap 189 milljónum dollara. Þetta var hins vegar betra en 510 milljóna dollara tap á sama tímabili árið 2014. Meiri bjartsýni ríkir hjá fyrirtækinu í Asíu þar sem sala jókst um 16.00 bíla miðað við sama tímabil í fyrra og 103 milljón dollara hagnað.