Hagnaður rafbílaframleiðandans General Motors á þriðja ársfjórðungi þessa árs er meiri en gert var ráð fyrir. Frá þessu er greint á fréttavef Reuters .

Búist er við góðu ársuppgjöri hjá fyrirtækinu meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar eftir pallbílum í Norður Ameríku. Verð á hlutabréfum í fyrirtækinu hafa hækkað um 8% í fyrstu viðskiptum dagsins eftir að niðurstöður fjórðungsins voru birtar.

Fyrirtækið þurfti að hækka vöruverð sökum hærri vörukostnaðar en að sögn Dhivya Suryadevara, fjármálastjóra fyrirtækisins, er hækkunin „algjörlega sjálfbær".

„Þrátt fyrir hindranir í rekstri höfum við séð aukinn hagnað og auknar tekjur hjá fyrirtækinu," sagði Suryadevara í samtali við Reuters.

Á þriðja ársfjórðungi voru heildartekjur fyrirtækisins 2,53 milljarðar Bandaríkjadala og 1,73 dalir á hlut í samanborið við 2,98 milljarða tap á síðasta ári eða 2,03 dollarar á hlut. Tekjur fyrirtækisins jukust um 6,4% milli ára í 35,8 milljarða dollara.