Hagnaður Goldman Sachs á þriðja ársfjórðungi nam 1,43 milljörðum bandaríkja dala sem er um þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra. Þá féllu tekjur fyrirtækisins um 20%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Forsvarsmenn bankans segja að þeir hafi náð að jafna út tekjuminnkunina með því að skera niður kostnað. Talið er að áhyggjur og óvissa um heimshagvöxt hafi skilað sér lægri tekjum.

Michael Corbat, forstjóri Goldman Sachs sagði í tilkynningu frá fyrirtækinu að þó svo að tekjur hafi minnkað séu þeir ánægðir með uppgjörið þar sem mikill óróleiki sé á mörkuðum. Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá fyrr í dag jók Citigroup einn helsti samkeppnisaðili Goldman Sachs hagnað sinn um 51% þrátt fyrir lækkaðar tekjur.