HB Grandi hagnaðist um 1,27 milljarð króna á þriðja ársfjórðungi 2015. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins sem var gert opinbert í gær.

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2015 nam hagnaður félagsins 4,5 milljörðum íslenskra króna.

EBITDA á ársfjórðungnum nam 2,18 milljörðum króna og á fyrstu níu mánuðum ársins 6,56 milljörðum króna.

Heildareignir félagins námu 54 milljörðum króna í lok september 2015. Þar af var eigið fé 32,3 milljarðar króna og skuldir 21,7 milljarður króna. Hlutfall eigin fjár er því 59,7%.

Að sögn félagsins hefur innflutningsbann sjávarafurða til Rússlands haft mikil áhrif á starfsemi og afkomu félagsins, og munu áhrif bannsins aðeins aukast gangi það að fullu eftir.

Erfitt sé að meta nákvæmlega hver fjárhagsleg áhrif bannsins á félagið verða en gróflega áætlað munu tekjur félagsins lækka um á bilinu 10-15 milljónir evra.