Eignarhaldsfélag þeirra Bjargar og Ara Fenger ásamt Kristínu Vermundsdóttur hagnaðist um 1.134 milljónir króna á síðasta ári sem er aukning um 670 milljór frá árinu á undan. Nam eigið fé félagsins 5,2 milljörðum króna í lok síðasta árs en stjórn félagsins hefur ákveðið að leggja ekki til arðgreiðslu til hluthafa á þessu ári að því er Fréttablaðið greinir frá.

Verðbréfaeign samstæðunnar skilaði 1.152 milljón króna afkomu, en meðal helstu eigna Helgafells er 2,6% hlutur í olíufélaginu N1 og 6,64% hlutur í tryggingafélaginu TM.

Eiginmaður Bjargar, Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri FL Group, stýrir fjárfestingum félagsins, og á hann meðal annars sæti í stjórn N1. Helgafell hefur, í gegnum félög í sinni eigu, komið að kaupum á bæði Gámaþjónustunni sem og ríflega helmingshlut í Stoðum.

Eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um er helsta eign þess félags 8,87% hlutur í evrópska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco Garber.