*

mánudagur, 25. mars 2019
Innlent 16. desember 2012 09:25

Hagnaður hjá Heiðari Má

159 milljóna hagnaður af rekstri Ursus ehf., fjárfestingafélagi Heiðars Más á síðasta ári.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður Ursus ehf., fjárfestingarfélags Heiðars Más Guðjónssonar, nam 159,3 milljónum á síðasta ári. Heiðar Már er eini eigandi félagsins.

Ekki var gerð tillaga um greiðslu arðs og kom hagnaður því til hækkunar eigin fjár. Eigið fé Ursusar nam 315,5 milljónum í lok síðasta árs.

Heildarskuldir eru tæplega 700 milljónir, að stærstum hluta til langs tíma. Helstu eignir  eru verðbréf fyrir samtals rúmar 700 milljónir. Eignir hækkuðu um 237 milljónir milli ára og námu alls rúmum milljarði um síðustu áramót.