Hennes & Mauritz tilkynnti í gær um 22% meiri hagnað á þriðja ársfjórðungi rekstrarársins (júní-ágúst) en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Vel hefur gengið að ná fótfestu í Kína. Þar er félagið með 170 búðir og skýrir það stóran hluta hagnaðaraukningarinnar.

Opnaðar verð 350 verslanir í ár, aðallega í Kína og Bandaríkjunum.

Vefverslun hefur einnig gengið vel í Bandaríkjunum og verður þeim löndum sem boðið er upp á slíkt fjölgað á næstunni.

Hennes & Mauritz var með 3000 verslanir í lok ágúst. Hlutabréf félagsins hafa hækkað um 6,7% það sem af er degi.

Viðskiptablaðið sagði frá því fyrir um ári síðan, að markaðshlutdeild H&M væri mjög há á Íslandi þrátt fyrir að keðjan hefði ekki búð á landinu.