Hagnaður Húsgagnahallarinnar var 53,2 milljónir frá byrjun árs 2015 til febrúarloka 2016 en hækkaði um rúmar 11 milljónir milli ára, hagnaður ársins 2014 var 42.1 milljón.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 85,2 milljónum árið frá 2015 til febrúarloka 2016 en árið 2014 nam hann 67,5 milljónir. Eignir Húsgagnahallarinnar námu 289,5 milljónum í lok febrúar 2016 samanborið við 513,3 milljónum í lok árs 2014.

Eigið fé fyrirtækisins nam 54,6 milljónum í lok tímabils samanborið við 69,3 milljónir í fyrra. Skuldir Húsgagnahallarinnar námu 289,5 milljónum í lok febrúar 2016 og handbært fé fyrirtækisins í lok tímabilsins nam 9,4 milljónum samanborið við 33,6 milljónum í lok ársins 2014.

Framkvæmdastjóri Húsgagnahallarinnar er Guðmundur Gauti Reynisson og Greenwater ehf. á 100% hlut í versluninni.