Icelandair Group hefur birt uppgjör fyrir síðasta ársfjórðung. Hagnaður félagsins eftir skatta nam 26,2 milljónum Bandaríkjadala, eða 3,18 milljörðum króna. Hagnaður hefur því aukist um 17% milli ára.

EBITDA fjórðungsins nam 52,4 milljónum dala samanborið við 50,3 milljónir dala á síðasta ári. Farþegum hefur fjölgað um 18% í millilandaflugi og er félagið ánægt með sætanýtingu.  Handbært fé frá rekstri var 119,6 milljónir dala, samanborið við 86,7 milljónir dala árið áður. Eiginfjárhlutfall var 39% í lok júní.

Rekstrarskilyrði flugfélaga hafa versnað, bæði vegna óvissu á mörkuðum og hryðjuverka í Evrópu.