*

sunnudagur, 21. apríl 2019
Innlent 20. mars 2019 19:00

Hagnaður ISI 770 milljónir

Icelandic Seafood International meira en tvöfaldaði hagnað sinn milli ára í fyrra, þegar það keypti tvö félög.

Ritstjórn
Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Íslandsbanka, og síðar Glitnis, er núna forstjóri Icelandic Seafood International.

Hagnaður Icelandic Seafood International jókst um nærri 109% á milli áranna 2017 og 2018, úr 2,7 milljónum evra í 5,8 milljónir evra, eða sem samsvarar 769 milljónum íslenska króna. Sala félagsins jókst um 39% frá fyrra ári, og nam hún 346 milljónum evra, en proforma salan fyrir allt árið nam 431,3 milljónum evra.

Á árinu keypti félagið tvö félög, Oceanpath og Icelandic Iberica, en salan jókst úr 249 milljónum evra í 346 milljónir evra, meðan kostnaðarverð vara fór úr 215 milljónum evra í 299,2 milljónir evra.

Afkomuspá félagsins fyrir árið í ár er 11 til 11,8 milljónir evra, fyrir skatta. Bjarni Ármannsson forstjóri félagsins segir að með kaupunum á félögunum tveimur þrefaldist undirliggjandi hagnaðargeta félagsins að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim