*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 23. júní 2018 13:09

Hagnaður Íslensku dregst saman

Meðallaun hjá Íslensku auglýsingastofunni nema 867 þúsund krónum á mánuði.

Ritstjórn
Íslenska auglýsingastofan er til húsa í Sturluhöllum við Laufásveg 49-51.
Aðsend mynd

Íslenska auglýsingastofan hagnaðist um 62,4 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 118,4 milljónir árið á undan. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2017.

Velta fyrirtækisins nam tæplega 790 milljónum og dróst saman um rúm 6% milli ára. Rekstrargjöld námu 718 milljónum og jukust um 3%, einkum vegna aukins launakostnaðar og kostnaðar við efni og aðkeypta þjónustu. Að meðaltali störfuðu 49 starfsmenn hjá félaginu í fyrra. Rekstrarhagnaður nam 71,5 milljónum og dróst saman um helming.

Eignir námu 307 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfall 37,1%. Handbært fé nam 87,6 milljónum í árslok og lækkaði um 141,2 milljónir á árinu.

Greiddur var arður að fjárhæð 118,4 milljónum til hluthafa á árinu. Íslenska auglýsingastofan er í nokkurra núverandi og fyrrverandi starfsmanna stofunnar. Framkvæmdastjóri hennar er Hjalti Jónsson.

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim