Hagnaður Walt Disney nam 2,4 milljörðum dollara á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 eða því sem jafngildir 254,7 milljörðum íslenskum krónum. Hagnaðurinn eykst um 11% milli ára að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC um málið.

Tekjur félagsins námu 13,3 milljörðum dollara og hækkuðu um 3% milli ára. „Við erum gífurlega ánægð með afkomuna,“ er haft eftir Robert Iger, forstjóra Disney. Kvikmyndin Beauty and the Beast aflaði Disney milljarði dollara í tekjur á tímabilinu.

ESPN sem er í eigu Disney barðist þó í bökkum tapaði milljónum viðskiptavina. Í vor hefur ESPN þurft að segja upp 100 starfsmönnum, tekjur sjónvarpstöðvarinnar jókst um 3% á milli ára.