Júpíter rekstrarfélag, sem er í eigu Kviku banka, skilaði 82,9 milljóna króna hagnaði í fyrra, en árið 2014 nam hagnaður félagsins 29,1 milljón króna. Reikningurinn er samandreginn, en rekstrarhagnaður án afskrifta og fjármagnsliða var 98,1 milljón króna í fyrra, samanborið við 31,9 milljónir árið 2014.

Eignir félagsins jukust úr 151,3 milljónum króna í árslok 2014 í 237,6 milljónir um síðustu áramót. Eigið fé var í ársbyrjun 148,9 milljónir króna og skuldir félagsins nam 88,7 milljónum króna.

Eiginfjárhlutfall Júpíters rekstrarfélags, reiknað er samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki, er 21,9% en lögboðið lágmark er 8,0%. Rekstrarfélög verðbréfasjóða líkt og Júpíter eru undanþegin mati á rekstraráhættu við útreikning á eiginfjárgrunni. Samkvæmt lögum skal eiginfjárgrunnur þó aldrei nema lægri fjárhæð en sem svarar 25% af föstum rekstrarkostnaði síðasta reikningsárs. Í árslok var eiginfjárgrunnur félagsins 68,4% af föstum rekstrarkostnaði síðasta árs.