Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley, hagnaðist um 1,59 milljarða dollara á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Jókst hagnaður um 11,4% miðað við sama tímabil í fyrra. Samkvæmt frétt Reuters er kemur aukinn hagnaður til af betri árangri fjárfestingabanka- og eignastýringarstarfsemi bankans.

Tekjur bankans á tímabilinu námu 9,5 milljörðum dollara en spár höfðu gert ráð fyrir 9,09 milljarða tekjum. Tekjur af eignastýringu námu 4,2 milljörðum dollara á meðan tekjur af fjárfestingabankastarfsemi námu 1,53 milljörðum dollara.

Gengi hlutabréfa Morgan Stanley hafa hækkað um 2,37% á eftirmarkaði frá því uppgjörið var birt.