Hagnaður N1 tvöfaldast milli ára á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017. Hagnaður félagsins á tímabilinu nam 231,1 milljón króna samanborið við 117,6 milljónir á sama tímabili í fyrra. Hægt er að skoða árshlutareikning félagsins hér.

Framlegð N1 af sölu á eldsneyti nam 1,23 milljörðum og framlegð af öðrum vörum var milljarður króna.Framlegð N1 af vörusölu nam 2,3 milljörðum á tímabilinu. Rekstrarkostnaður félagsins nam 1,8 milljörðum. Hagnaður félagsins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 521 milljón króna samanborið við 173 milljónir. Eigið fé félagsins nam 12 milljörðum og var eiginfjárhlutfall félagsins 46,7% í lok fyrsta ársfjórðungs ársins 2017.

Eignir N1 í lok fyrsta ársfjórðungs námu 25,8 milljörðum. Skuldir N1 námu 13,7 milljarða í lok ársfjórðungsins. Framlegð af vörusölu jókst um 10,9% á fyrsta ársfjórðungi og selt magn af bensíni og gasolíu jókst um 8,7% á milli ára vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu. Umferð á þjóðvegum landsins jókst um 14,1% á milli fyrsta ársfjórðung ársins 2016 og 2017.