*

mánudagur, 20. maí 2019
Innlent 29. mars 2019 18:01

Hagnaður og arðgreiðslur ekki slæmar

Viðskiptaráð Íslands segir að fall Wow air sé skólabókaræmi um um afleiðingar þess þegar fyrirtæki skila ekki hagnaði.

Ritstjórn
Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs Íslands.
Haraldur Guðjónsson

Viðskiptaráð Íslands segir í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni að fall flugfélagsins Wow air, sem sigldi í gjaldþrot í gær, sé skólabókardæmi um afleiðingar þess þegar fyrirtæki skila ekki hagnaði: Forsendur rekstursins bresti, fólk missi vinnuna og allir tapi. Hagnaður og arðgreiðslur séu góðar fyrir samfélagið og grunnfosenda atvinnurekstrar.

Setur Viðskiptaráð þetta í samhengi við opinbera umræðu um hagnað og arðgreiðslur, sem beri oft þann beiska keim að hagnaður og arðgreiðslur séu af hinu illa og skerði hag launafólks og jafnvel samfélagsins alls. Þá bendir ráðið á að Wow air hafi beint og óbeint skapað fjölda starfa en því miður hafi fyrirtækið skilað tapi flest starfsár sín í brigðulu starfsumhverfi.

Stöðuuppfærslu Viðskiptaráðs má sjá hér að neðan:

25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim