Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á árinu liðna nam 4,17 milljörðum króna. Þetta er lækkun milli ára um 53%, en árið 2014 hagnaðist félagið um 8,8 milljarða króna.

Eignir félagsins nema einhverjum 310 milljörðum króna. Þar af eru skuldir félagsins 196 milljarðar króna, en skuldir þess hafa dregist saman um 76 milljarða króna milli ára.

Af eignum er eigið fé félagsins um 114 milljarðar króna. Það gefur eiginfjárhlutfall upp á um 37%, sem hefur einnig hækkað í takt við samdrátt skulda - eða úr 14%.-

Fjárfestingar félagsins tvöfölduðust illi ára og námu 10,5 milljörðum króna. Þá ber einnig að nefna að launakostnaður jókst um rúmlega hálfan milljarð milli ára, og var 3,9 milljarðar. Ársverk jukust þá úr 441 úr 462.

Laun forstjóra OR jukust um tvær milljónir og voru 24 milljónir árið 2015. Starfskjör stjórna, forstjóra og framkvæmdastjóra móður- og dótturfyrirtækis námu samtals 164 milljónum króna, sem er samdráttur um 9 milljónir milli ára.