*

fimmtudagur, 25. apríl 2019
Innlent 18. mars 2016 11:17

Hagnaður Orkusölunnar dregst saman

Rekstrarhagnaður Orkusölunnar á árinu 2015 var 876 milljónir króna.

Ritstjórn
Rjúkandavirkjun er í eigu Rarik, eiganda orkusölunnar, en virkjunin er bæði með merki Orkusölunnar og Rarik.
Haraldur Guðjónsson

Rekstrarhagnaður Orkusölunnar á árinu 2015 var 876 milljónir króna. Að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar og skatta var hagnaður félagsins 588 milljónir króna. Þetta er samdráttur í hagnaði frá fyrra ári, en þá var hagnaðurinn 671 milljón krónur.

Heildareignir félagsins nema 11,7 milljörðum króna, þar af er eigið fé 7.720 milljónir króna. Heildarskuldir nema 3.976 milljónum króna í árslok. Eiginfjárhlutfall var 66% í árslok.

Tekjur félagsins af raforkusölu jukust um tæpar 600 milljónir á árinu, úr 4.487 milljónum í 5.077 milljónir króna. Orkukaup félagsins jukust um 

Stjórn félagsins leggur til að greiða 100 milljónir króna í arð fyrir rekstarárið. Orkusalan er í 100% eigu Rarik og tilgangur félagsins er fyrst og fremst að sjá um kaup, sölu og framleiðslu raforku í smásölu. 

Stikkorð: Orkusalan Rarik
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim