Hagnaður fasteignafélagsins Reginn nam 3,2 milljörðum króna á síðasta ári, sem er nærri 15% samdráttur frá fyrra ári. •    Hagnaður á hlut á árinu 2018 var 1,87 samanborið við 2,41 árið áður, en stjórnin leggur til að ekki verði greiddur út arður fyrir árið 2018.

Rekstrartekjur Regins jukust þó úr 7.124 milljónum króna upp í 8.288 milljónir, meðan rekstrarkostnaðurinn jókst úr 2.246 milljónum í 2.520 milljónir. Að teknu tilliti af matsbreytingu fjárfestingareigna hækkaði rekstrarhagnaður félagsins milli ára úr 7.459 milljónum í 8.300 milljónir.

Á milli áranna 2017 og 2018 jukust eignir félagsns úr 99,5 milljörðum króna í 132,9 milljarða en skuldirnar justust einnig, eða úr 64,9 milljörðum í 90,9 milljarða. Eigið fé félagsins jókst því á milli áranna úr tæplega 34,7 milljörðum í 42 milljarða.

Leigutekjur félagsins námu 7.737 milljónum króna árið 2018, sem er aukning um 17% frá árinu 2017, en rekstrarhagnaður félagsins fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir (EBITDA) nam 5.390 milljónum króna, sem er hækkun um 19% frá árinu 2017.

Bókfært virði fjárfestingareigna í lok árs var 128.748 m.kr. samanborið við 97.255 m.kr. í árslok 2017. Matsbreyting á árinu var 2.910 milljónir króna. Handbært fé frá rekstri ársins 2018 nam 2.641 milljónum króna, en vaxtaberandi skuldir voru 80.488 milljónir króna í lok árs 2018 samanborið við 57.515 milljónir króna í árslok 2017. Eiginfjárhlutfall félags var 32% var í lok árs.

Í Í lok árs 2018 átti Reginn 119 fasteignir. Heildarfermetrafjöldi fasteignasafnsins var tæplega 370 þúsund fermetrar. Útleiguhlutfall fasteignasafnsins er 97,5% miðað við tekjur.