*

mánudagur, 21. janúar 2019
Innlent 28. apríl 2018 17:02

Hagnaður Reykjagarðs helmingast

Reykjagarður hagnaðist um 164,5 milljónir í fyrra samanborið við 335 milljónir árið á undan.

Ritstjórn
Reykjagarður framleiðir og selur kjúkling undir vörumerkjunum Holta og Kjörfugl.

Reykjagarður hf., sem framleiðir og selur alifugla undir vörumerkjunum Holta og Kjörfugl, hagnaðist um 164,5 milljónir á síðasta ári. Er það um helmingi minni hagnaður en árið á undan, þegar félagið hagnaðist um 335 milljónir.

Rekstrartekjur námu 3,4 milljörðum og jukust um tæplega 1% milli ára, á meðan rekstrarkostnaður nam 2,3 milljörðum og jókst um rúmlega 8%, einkum vegna aukins launakostnaðar. Rekstrarhagnaður nam tæplega 232 milljónum samanborið við 457,7 milljónir árið áður.

Eignir námu 2,3 milljörðum í árslok og var eigið fé 1,3 milljarðar. Handbært fé lækkaði um 174,6 milljónir milli ára vegna minni handbærs fjár frá rekstri og aukinna fjárfestinga.

Reykjagarður er í eigu Sláturfélags Suðurlands. Framkvæmdastjóri Reykjagarðs er Hjalti Heiðar Hjaltason.

Stikkorð: uppgjör Holta Kjörfugl kjúklingur