Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair hagnaðist um 1,2 milljarða evra á fyrri helmingi reiknings árs félagisns sem nær frá 1. apríl til 30 spetember. Dróst hagnaður saman um 7% frá sama tíma í fyrra. BBC greinir frá.

Að sögn Michael O'Leary má rekja ástæðu minni hagnaðar til verkfalla starfsfólks en einnig til hærra olíuverðs og þess sem O'Leary kallaði versta sumar í sögu flugumferðastjórnunar se mhafi leitt til mikilla truflana á flugi.