*

laugardagur, 16. febrúar 2019
Innlent 27. júlí 2015 11:23

Hagnaður Ryanair jókst um 25%

Forsvarsmenn Ryanair eiga von á allt að 12% aukningu á árshagnaði árið 2015.

Ritstjórn

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tilkynnt um 25% aukning í ársfjórðungshagnaði og segjast forsvarsmenn félagsins búast við hærri árshagnaði en væntingar voru um. Þessu greinir BBC frá.

Hagnaður Ryanair á öðrum ársfjórðungi nam 245 milljónum evra en nam 197 milljónum evra á síðasta ári.Tekjur á ársfjórðungnum jukust um 10% upp í 1,5 milljarð evra.

Forsvarsmenn Ryanair eiga von á að hagnaður á árinu muni nema milli 940 og 970 milljónum evra. Þá væri um að ræða 12% aukning milli ára. Lægra olíverð hefur haft jákvæð áhrif á afkomu félagsins, hins vegar verður allt að ganga eftir með nýjar markaðsherferðir til að spár standist.