Hagnaður Samkaupa af reglulegri starfsemi eftir skatta nam 316 milljónum, þetta er meðal þess sem kom fram í ársuppgjöri Samkaupa sem kynnt var á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 15. mars síðastliðinn.

Velta Samkaupa nam tæplega 24,5 milljörðum á árinu 2016 og jókst um tæp 10% frá fyrra ári. Samkaup reka 47 verslanir á 33 stöðum um allt land, undir merkjum Nettó, Kjörbúðin, Krambúð, Samkaup úrval og Samkaup strax. Starfsmenn félagsins voru 945 í 506 stöðugildum árið 2016.

Hluthafar Samkaupa voru 178 í lok árs 2016. Kaupfélag Suðurnesja ásamt dótturfélögum átti 61,9% hlut, Birta lífeyrissjóður átti 14,5% hlut og Kaupfélag Borgfirðinga átti 13,0%. Aðrir hluthafar áttu minna en 10% hver um sig.

Á aðalfundi Samkaupa voru eftirtaldir kosnir í stjórn félagsins:

  • Skúli Skúlason, formaður                                          Reykjanesbæ
  • Árelía Eydís Guðmundsdóttir                                   Reykjavík
  • Margrét Katrín Erlingsdóttir                                     Árborg
  • Guðsteinn Einarsson                                                  Borgarbyggð
  • Halldór Jóhannsson                                                   Akureyri