Spænski bankinn Banco Santander, einn stærsti banki heims og stærsti banki Evrópu ef litið er til markaðsvirðis, hagnaðist um 100 milljónir evra  á 2. ársfjórðungi. Hagnaðurinn nam 1,4 milljarði evra árið á undan og dróst því saman um 93%.

Bankinn neyddist til að færa til gjalda á afskriftarreiking 1,3 milljarð evra vegna fasteignalána í heimalandinu Spáni.

Hlutabréf bankans hafa lækkað um 45% síðustu 12 mánuði.