*

þriðjudagur, 19. febrúar 2019
Innlent 17. júní 2018 10:02

Hagnaður Securitas þrefaldaðist

Öryggisfyrirtækið Securitas, hagnaðist um 126,7 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 39,6 milljónir árið áður.

Ritstjórn
Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas.
Aðsend mynd

Öryggisfyrirtækið Securitas, hagnaðist um 126,7 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 39,6 milljónir árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 5.919 milljónum og rekstrarhagnaður nam 127 milljónum. 

Eignir námu 3.301 milljón króna og eiginfjárhlutfall var 19,7% í árslok 2017. Securitas er að mestu leyti í eigu Stekks fjárfestingafélags, sem á 53,25% hlut í félaginu og Eddu, framtakssjóðs í rekstri Kviku, sem á 40% hlut.