Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins Senu fyrir rekstrarárið 2016 hagnaðist Sena um 114 milljónir króna samanborið við tæpar 57 milljónir árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 226,4 milljónum samanborið við 176 milljónir árið áður. Eignir félagsins hafa lækkað milli ára og fóru úr 1,2 milljörðum í 869 milljónir.

Eigið fé Senu nemur nú 336 milljónum króna. Jón Diðrik Jónsson er framkvæmdastjóri Senu.