*

sunnudagur, 26. maí 2019
Innlent 21. maí 2017 13:17

Hagnaður Senu tvöfaldast

Rekstrarhagnaður Senu jókst úr 176 milljónum í 226,4 milljónir á milli ára.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins Senu fyrir rekstrarárið 2016 hagnaðist Sena um 114 milljónir króna samanborið við tæpar 57 milljónir árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 226,4 milljónum samanborið við 176 milljónir árið áður. Eignir félagsins hafa lækkað milli ára og fóru úr 1,2 milljörðum í 869 milljónir.

Eigið fé Senu nemur nú 336 milljónum króna. Jón Diðrik Jónsson er framkvæmdastjóri Senu.

Stikkorð: Sena Ársreikningur
25 ára afmælistilboð VB!

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir út árið 2019. Innifalið í tilboðinu er:

  • - Viðskiptablaðið sent heim
  • - Vefaðgangur að vb.is
  • - Frjáls verslun sent heim
  • - Fiskifréttir sent heim