Hækkun olíuverðs um 55% frá sama tímabili í fyrra er aðalástæða aukins hagnaðar olíufyrirtækisins Royal Dutch Shell, sem jukust um 136% á milli áranna. Nam hagnaðurinn, fyrir utan einskiptisliði, 3,86 milljörðum Bandaríkjadala, eða sem samsvarar 411 milljörðum íslenskra króna. Miðast uppgefinn hagnaður þó við að jafnað er út fyrir sveiflum í olíuverði, en án þess nam hagnaðurinn 3,4 milljörðum dala.

Shell hefur staðið í miklum kostnaðarniðurskurði eða fyrir sem nemur um 1 milljarði dala á síðustu þremur árum, en nú sagði forstjóri fyrirtækisins, Ben van Beurden, að fyrirtækið hyggist auka við olíufjárfestingar sínar um 25 milljarða dali. Olíuframleiðsla fyrirtækisins jókst um 2% á ársfjórðungnum og nam 3.752 milljón fötum, meðan tekjur frá olíuhreinsun, markaðssetningu og efnaframleiðslu jókst um fimmtung og námu þær 2,5 milljörðum dala.

Við upphaf viðskipta hækkaði hlutabréfaverð í Shell um 3%, en dregið hefur úr hækkuninni þegar þetta er skrifað og nemur hún nú 0,21%.