Síminn hf. hagnaðist um 2,15 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2016. Þetta kemur fram í nýbirtu árshlutauppgjöri félagsins. Hagnaðurinn nam 2,20 millj­örðum á sama tíma í fyrra.

Tekj­urn­ar á fyrstu þrem­ur fjórðung­um árs­ins reynd­ust 21.264 millj­ón­um króna sam­an­borið við 21.903 millj­ón­ir á sama tíma­bili 2015.

Hagnaður Sím­ans á þriðja árs­fjórðungi reynd­ist 1.128 millj­ón­ir samanborið 873 millj­ón­ir á sama fjórðungi í fyrra. Tekj­urn­ar á fjórðungn­um voru  7.129 millj­ón­um króna sam­an­borið við 7.156 millj­ón­ir á sama tíma­bili 2015.

EBITDA félagsins var 2,58 millj­arðar króna á þriðja árs­fjórðungi 2016 sam­an­borið við 2,36 millj­arða króna á sama tíma­bili 2015. EBITDA hlut­fallið var 35,5% fyr­ir þriðja árs­fjórðung 2016 en var 31,3% á sama tímabili í fyrra.

Eig­in­fjár­hlut­fall Sím­ans hf. var 53,9% í lok þriðja árs­fjórðungs 2016 og eigið fé 33,7 millj­arðar króna.

Í til­kynn­ingu frá Sím­an­um segir Orri Hauks­son, for­stjóri félagsins, vera stolt­ur af ár­angr­in­um. Hann bendir m.a. á að rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir hafi auk­ist um tæp­ar 220 millj­ón­ir króna milli ára.

„Við erum stolt af árangrinum á þriðja ársfjórðungi, en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir jókst um tæpar 220 milljónir króna milli ára. Fjarskiptamarkaðurinn er einkar líflegur um þessar mundir og samkeppnin hörð. Góð þjónusta til viðskiptavina og aukinn straumur ferðamanna léku lykilhlutverk í bættri afkomu samstæðunnar milli ára. Þess utan er viðsnúningurinn frá fyrri hluta árs ekki síst afrakstur hagræðingar innan samstæðunnar, til að mæta auknum launakostnaði og verðlækkunum. Þannig hefur stöðugildum fækkað um 14% á árinu hjá móðurfélagi Símans hf. Þá hafa dótturfélög verið seld og reksturinn einfaldaður, til að ná skýrari fókus á kjarnastarfsemi og auka samkeppnishæfi.

Virði áskrifta fyrir viðskiptavini hefur vaxið á fjarskiptamarkaðnum. Það sjá áskrifendur Heimilispakkans, sem fjölgar ört, og eins hafa Fjölskyldu- og Krakkakort í farsíma slegið í gegn. Upplýsingatæknieining samstæðunnar, Sensa, mun eiga mjög gott ár. Innviðafélagið Míla mun tengja 30 þúsund heimili með ljósleiðara fyrir árslok, en þetta átak fer fram án jarðrasks og með afar lágum framkvæmdakostnaði. Starfsmenn samstæðunnar hafa gert vel  í rekstri hennar það sem af er ári og rekstrarspáin er óbreytt fyrir árið í heild.“

Fjarskipti hf., einn helsti samkeppnisaðili Símans, lækkaði um rúm 4% í viðskiptum dagsins, en uppgjör félagsins var birt í gær.