Sjóva hefur birt ársfjórðungsuppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2015.

Heildar hagnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi voru 1.293 milljónir króna, en hagnaður af vátryggingarstarfsemi fyrir skatta var 406 milljónir króna. Hagnaður félagsins á 3. ársfjórðungi í fyrra var 210 milljónir króna og hagnaður af vátryggingarstarfsemi var 170 milljónir. Þetta er því töluverð bæting milli ára, en heildar hagnaður sexfaldast.

Fjárfestingartekjur 1.413 milljónir króna og ávöxtun safnsins var 4,6% og allir eignaflokkar skiluðu jákvæðri afkomu.

Ávöxtun eigin fjár á ársgrundvelli var 32,8% en var 1,6% á sama ársfjórðungi í fyrra. Eiginfjárhlutfall félagsins batnar milli ára en það er nú 36,6% en var 34,3% í fyrra.

Hagnaður félagsins á fyrstu níu mánuðum ársins var 2.673 milljónir króna, en á sama tíma í fyrra var hann 415 milljónir. Mestu munar á hagnaði vegna fjárfestingarstarfsemi, en hagnaður fjárfestinga er 2.515 milljónir í ár en hann var neikvæður um 141 milljón í fyrra.