Sómi hagnaðist um rúmar 177 milljónir króna á árinu 2016. Hagnaður ársins áður var 132 milljónir og jókst hagnaður félagsins því um 45 milljónir króna milli ára. Sölutekjur félagsins jukust um 533 milljónir króna milli ára og rekstrargjöld um 457 milljónir.

Félagið greiddi 50 milljónir í skatt af hagnaði árið 2016, samanborið við tæpar 37 milljónir árið áður. Eigið fé félagsins jókst um 127 milljónir milli áranna 2015 og 2016 og var tæpar 325 milljónir í lok síðasta árs.

Langtímaskuldir Sóma minnkuðu milli ára um 68 milljónir og voru um 326 milljónir í lok 2016. Skammtímaskuldir félagsins jukust hins vegar um 24 milljónir og voru 416 milljónir í lok 2016. Ársreikningur Sóma nær til samstæðu sem auk Sóma ehf. telur dótturfélag þess, Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar ehf.