Sláturfélag Suðurlands skilaði 230 milljóna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Það er 70 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra, þegar hann var 160 milljónir. Rekstrarhagnaður, eða EBITDA, var 524 milljónir en var 471 milljón á sama tíma í fyrra. Eigið fé félagsins var 3,3 milljarðar króna í lok júní og eiginfjárhlutfall var 49%.

Vöru- og umbúðanotkun var 3,1 milljarður króna en 2,9 milljarðar árið áður. Launakostnaður hækkaði um rúm 11%, annar rekstrarkostnaður hækkaði um 12% og afskriftir hækkuðu um tæpt 1%.

Árshlutareikningurinn var samþykktur í dag. Sláturfélagið er skráð á First North markaðinn hjá NASDAQ OMX og birtir upplýsingar um afkomu á hálfs árs fresti.