*

miðvikudagur, 20. mars 2019
Innlent 8. september 2018 11:05

Samdráttur hjá Subway

Hagnaður Stjörnunnar ehf., rekstraraðila Subway á Íslandi, lækkaði úr 130 milljónum króna árið 2016 í 13 milljónir króna árið 2017.

Ritstjórn
Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Hagnaður Stjörnunnar ehf., rekstraraðila Subway á Íslandi lækkaði úr 130 milljónum króna árið 2016 í 13 milljónir króna árið 2017 og dróst því saman um 90% milli ára.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 2,1 milljarði króna og hækkuðu um 105 milljónir króna milli ára. EBTIDA félagsins lækkaði úr 204 milljónum króna í 153 milljónir króna milli ára. Þá voru fjármagnsliðir neikvæðir um 73 milljónir króna en voru jákvæðir um 21 milljón króna árið áður. Skúli Gunnar Sigfússon er aðaleigandi Stjörnunnar í gegnum Leiti eignarhaldsfélag