Hagnaður Strætó af síðasta rekstrarári nam 10,4 milljónum króna sem er töluverð lækkun frá árinu 2016 þegar hann nam 179,7 milljónum króna.

EBIDTA Strætó nam 178,1 milljón króna árið 2017 samanborið við 360,5 milljónum árið á undan. Afskriftir námu 190 milljónum króna og rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var því neikvæð um 11,9 milljónir árið 2017.

Heildareignir Strætó námu samtals 2.955 milljónum króna og jukust um rúmar 93 milljónir á milli ára. Eigið fé félagsins nam 1.896 milljónum króna og eiginfjárhlutfallið því tæplega 64,2%. Heildarskuldir eru því rúmar 1.059 milljónir en það eru allt skammtímaskuldir og því engar langtímaskuldir í félaginu.

Handbært fé í lok ársins nam 926 milljónum króna sem er aukning um rúmar 19 milljónir á milli ára.