Sushisamba ehf. hagnaðist um tæpar 28 milljónir árið 2015. Hagnaður fyrirtækisins eykst því talsvert milli ára, en árið áður hagnaðist fyrirtækið um 16,6 milljónir.

Rekstrartekjur Sushisamba námu 337 milljónir á árinu samanborið við 308 milljónir. Rekstrargjöld fyrirtækisins námu 302 milljónir á árinu samanborið við 287 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam því 34,8 milljónum.

Í lok árs 2015 nam eigið fé Sushisamba 21,2 milljón samanborið við 25,3 milljónir í lok árs 2014. Skammtímaskuldir fyrirtækisins nam hins vegar 44,6 milljónum samanborið við 29 milljónum árið áður.

Eignir Sushisamba námu tæpum 66 milljónum í lok árs 2015 - samanborið við 54 milljónum árið 2014.

Stærsti hluthafi Sushisamba á árinu var BBN ehf., með 60% hlut.