Sunnudagur, 29. nóvember 2015
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Hagnaður Varðar nam 330 milljónum fyrir skatt

2. maí 2012 kl. 14:58

Guðmundur Jóhann Jóhannsson

Eiginfjárhlutfall Varðar trygginga hækkaði úr 22,6% í 24,% á síðasta ári og samsetta hlutfallið lækkaði.

Rekstur Varðar trygginga skilaði 330 milljóna króna hagnaði fyrir tekjuskatt árið 2011. Þetta er um 59% aukning frá árinu 2010 þegar 208 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að heildartekjur jukust um 9,8% á árinu. Þær voru 4,5 milljarðar króna 2011, samanborið við 4,1 milljarð króna 2010. Samsett hlutfall lækkaði úr 112,8% í 105,4% og eiginfjárhlutfall hækkaði úr 22,6% í 24,4%.

Í tilkynningunni er haft eftir Guðmundi Jóhanni Jónssyni, forstjóra Varðar, að félagið hafi nú skilað góðum hagnaði síðustu þrjú ár þrátt fyrir erfiðar aðstæður í efnahagslífinu. Niðurstaðan sýni árangur af því mikla starfi sem unnið hefur verið hjá félaginu síðustu ár.Allt
Innlent
Erlent
Fólk