Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Íslands nam tæpum 354 milljónum á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma árið 2014 nam hagnaður fyrirtækisins 570 milljónum. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri VÍS.

Hagnaður VÍS fyrir tekjuskatt nam 390,8 milljónum á þriðja ársfjórðungi samanborið við 593,5 milljónir á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Á fyrstu níu mánuðum ársins hagnaðist VÍS um 591,7 milljónir samanborið við tæpa tvo milljarði á sama tímabili í fyrra.

Eigin iðgjöld VÍS á þriðja ársfjórðungi námu 4,6 milljörðum samanborið við 4,16 milljarða á sama tímabili fyrir ári. Heildartekjur fyrirtækisins numu rúmum fimm milljörðum á þriðja ársfjórðungi. Eigið tjón fyrirtækisins var neikvætt um rúma 3,5 milljarða á þriðja ársfjórðungi.

Eigið fé VÍS 30. september nam 15,5 milljörðum samanborið við 17,5 milljarða á sama tíma í fyrra. Skuldir fyrirtækisins 30. september numu 32,3 milljörðum og lækka milli ára, því á sama tíma numu þær 27 milljörðum.

Samsett hlutfall félagsins var 102,1% á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 104,7% á sama tíma í fyrra.

„Aðalfundur félagsins sem haldinn var þann 16. mars s.l. samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 2.067 m.kr. sem greidd var til hluthafa þann 15. apríl s.l.  Félagið keypti eigin hluti fyrir 574 milljónir króna á fyrstu níu mánuðunum og átti alls um 3,2% af heildar eigin fé í lok september,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Haft er eftir Jakobi Sigurðssyni, forstjóra VÍS, í fréttatilkynningu frá félaginu að það sé jákvætt að sjá hve mikið innlend iðgjöld hafa aukist það sem af er ári. Hann bendir einnig á að ávöxtun fjárfestingaeigna gekk nokkuð vel miðað við erfiðar markaðsaðstæður og nam 3,1%. Gjaldmiðlatap af eignum sem tilheyra erlendri starfsemi félagsins hafði veruleg áhrif á afkomu fjárfestingastarfseminnar, en það nam 529 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins að sögn Jakobs.